Met Halldór hefur náð einstökum árangri á fyrsta tímabili sínu.
Met Halldór hefur náð einstökum árangri á fyrsta tímabili sínu. — Morgunblaðið/Eggert

Halldór Árnason, þjálfari karlaliðs Breiðabliks í knattspyrnu, sló met er liðið vann HK 5:3 í Bestu deildinni á sunnudag. Halldór er á sínu fyrsta ári sem aðalþjálfari í meistaraflokki en undir hans stjórn fékk Breiðablik 49 stig í hefðbundinni tvöfaldri umferð í Bestu deildinni. Þar með sló Halldór nýliðamet Heimis Guðjónssonar í stigafjölda í deildinni, sem náði 47 stigum á sínu fyrsta tímabili við stjórnvölinn hjá FH árið 2008 og varð Íslandsmeistari.