Enginn lóðaskortur er í Fjarðabyggð. Sveitarfélagið býður fjölda lóða. Það er ákjósanlegur kostur fyrir þá sem leita góðrar búsetu og lífsgæða.
Ragnar Sigurðsson
Ragnar Sigurðsson

Ragnar Sigurðsson

Lóðaúthlutanir sveitarfélaga hafa verið til umræðu enda óumdeilt að stóran hluta vanda húsnæðismarkaðarins í landinu má rekja til lóðaskorts. Fróðir segja að til að bæta í þennan vanda og takmarka lóðaframboð enn frekar sé í gildandi svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2015-2040, frá árinu 2015, sérstök samþykkt um að vaxtarmörk marki skýr skil milli þéttbýlis og dreifbýlis og nýrri byggð verði beint á miðkjarna og samgöngumiðuð þróunarsvæði. Að auki sé sala lóða orðin mikilvæg tekjulind sveitarfélaganna. Svo er á höfuðborgarsvæðinu þangað sem allt sogast fyrir tilstilli æ meiri ríkisþenslu.

Næg vinna og góðar tekjur

Enginn lóðaskortur er í Fjarðabyggð. Sveitarfélagið býður fjölda lóða í öllum byggðarkjörnum. Það er ákjósanlegur kostur fyrir þá sem leita góðrar búsetu, fjárfestingartækifæra og

...