Flösunni verður feykt á hinni árlegu tónleikahátíð Hellirinn Metalfest sem nú er haldin í fjórða sinn, þann 21. september. Eins og nafnið gefur til kynna er hér um rokk að ræða sem kennt hefur verið við þungmálm og fer hátíðin fram í Tónlistarþróunarmiðstöðinni, TÞM, á Hólmaslóð 2 í Reykjavík
Orka Það er engin lognmolla á Hellinum Metalfest, eins og sjá má, og flösunni feykt af kappi.
Orka Það er engin lognmolla á Hellinum Metalfest, eins og sjá má, og flösunni feykt af kappi. — Ljósmynd/redilluminations.com

Helgi Snær Sigurðsson

helgisnaer@mbl.is

Flösunni verður feykt á hinni árlegu tónleikahátíð Hellirinn Metalfest sem nú er haldin í fjórða sinn, þann 21. september. Eins og nafnið gefur til kynna er hér um rokk að ræða sem kennt hefur verið við þungmálm og fer hátíðin fram í Tónlistarþróunarmiðstöðinni, TÞM, á Hólmaslóð 2 í Reykjavík. TÞM er eitt helsta æfingahúsnæði höfuðborgarsvæðisins fyrir hljómsveitir og tónlistarmenn og hefur verið starfandi allt frá árinu 2003 með það að markmiði að efla þekkingu, fræðslu og sköpun í tónlist, eins og segir í tilkynningu. Sex hljómsveitir koma fram sem tilheyra íslensku jaðarrokkssenunni en þó hver þeirra sem fulltrúi fyrir ákveðna tegund þungarokks. Mun markmiðið með hátíðinni vera að bjóða upp á ókeypis tónleika fyrir alla aldurshópa og alla óháð uppruna og samfélagsstöðu. Bókunarteymið ReykjaDoom sér um

...