Þetta eru ekki myndir af líkama heldur eru myndirnar skynjun mín á hreyfingu líkama míns.
Listamaðurinn „Sjálfur er ég dramatískur og hlusta mikið á tónlist þegar ég mála, aðallega óperur,“ segir Bjarni Sigurbjörnsson.
Listamaðurinn „Sjálfur er ég dramatískur og hlusta mikið á tónlist þegar ég mála, aðallega óperur,“ segir Bjarni Sigurbjörnsson. — Morgunblaðið/Eggert

Kolbrún Bergþórsdóttir

kolbrun@mbl.is

Huglendur er yfirskrift sýningar Bjarna Sigurbjörnssonar í Listasafni Reykjanesbæjar. Bjarni sýnir þar tólf stór verk, öll eru þau gerð með olíu á striga fyrir utan eitt sem er olía á plexígler sem samanstendur af þremur gegnsæjum flötum.

„Líkaminn og hreyfing hans heilla mig. Þetta eru ekki myndir af líkama heldur eru myndirnar skynjun mín á hreyfingu líkama míns. Ég vil að verkin vaxi upp eins og blóm og reyni að forðast beina tilvísun í aðra hluti. Þessi hugmynd á rætur í gamla abstraktinu, eða hinu sjálfsprottna málverki, það er að segja að frelsa myndflötinn frá endursköpun af raunheimi,“ segir Bjarni.

Hann segist ekki vinna mikla forvinnu. „Verkin verða til í spuna. Hugmyndin er sú að þetta

...