Fram undan er annasamur tími hjá Sóla Hólm, en í nóvember og desember stendur hann fyrir sýningunni Jóli Hólm í Bæjarbíói í Hafnarfirði. Meira en 30 sýningar eru á dagskrá og er þegar uppselt á margar þeirra
Sóli segir að þau vandræði sem hafi komið upp með tólf ára gamlan jeppann hafi ekki verið alvarleg.
Sóli segir að þau vandræði sem hafi komið upp með tólf ára gamlan jeppann hafi ekki verið alvarleg. — Morgunblaðið/Árni Sæberg

Ásgeir Ingvarsson

ai@mbl.is

Fram undan er annasamur tími hjá Sóla Hólm, en í nóvember og desember stendur hann fyrir sýningunni Jóli Hólm í Bæjarbíói í Hafnarfirði. Meira en 30 sýningar eru á dagskrá og er þegar uppselt á margar þeirra.

Bætist sýningahaldið við hið daglega amstur önnum kafins fjölskyldumanns, en Sóli er fimm barna faðir og játar að það geti verið hægara sagt en gert að finna bíl sem er í senn áhugaverður og hentugur fyrir stórar fjölskyldur: „Í seinni tíð er ekki orðið jafnáríðandi að eiga bíl með pláss fyrir alla fjölskyldumeðlimi, enda er elsta barnið 17 ára og sjaldgæft að við þurfum öll að aka í sama bílnum og förum við þá frekar þá leið að skipta hópnum á milli bílanna tveggja sem eru á heimilinu.“

Sóli ekur í dag um á tólf ára

...