Hún kaupir í matinn, skrælir nokkrar stórar kartöflur, setur vatn í pott, sýður kartöflurnar, býr til kjöthleif, hellir upp á kaffi, fær sér kaffi sem hún hellir strax í vaskinn og hellir aftur upp á og það í tvígang.
Hversdagslíf Úr belgísk-frönsku kvikmyndinni Jeanne Dielman, 23, Quai du Commerce, 1080 Bruxelles.
Hversdagslíf Úr belgísk-frönsku kvikmyndinni Jeanne Dielman, 23, Quai du Commerce, 1080 Bruxelles.

AF kvikmyndum

Helgi Snær Sigurðsson

helgisnaer@mbl.is

Kvikmyndin Jeanne Dielman, 23, Quai du Commerce, 1080 Bruxelles (sem verður héðan í frá kölluð Jeanne Dielman til styttingar) hreppti fyrir tveimur árum titilinn „besta kvikmynd kvikmyndasögunnar“, í úttekt breska tímaritsins Sight and Sound. Valið hefur verið á slíkan lista allt frá árinu 1952 og 100 kvikmyndir sem á hann komast. Þykir listinn nokkuð marktækur þar sem leitað er til kvikmyndafræðinga, kennara og fleiri sérfræðinga í faginu, alls um 1.600 manns. Var hver beðinn um að velja tíu myndir sem honum þættu bestar í sögunni og fær hver þeirra eitt stig.

Þegar stig allra kvikmynda eru svo lögð saman verður úr fyrrnefndur listi sem hlýtur þó alltaf að vera umdeildur. Er

...