„Þessi uppfærsla byggist því miður á áframhaldandi töfum og mynstri sem hefur verið í þessum málum síðan 2011 þegar Samfylkingin í borginni samdi við Samfylkinguna í ríkisstjórn um að seinka öllum samgönguframkvæmdum um tíu ár,“ segir…
Miklabraut Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram tillögu um að flýta gerð Miklubrautarganga en meirihlutinn vísaði tillögunni frá.
Miklabraut Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram tillögu um að flýta gerð Miklubrautarganga en meirihlutinn vísaði tillögunni frá. — Morgunblaðið/Eggert

„Þessi uppfærsla byggist því miður á áframhaldandi töfum og mynstri sem hefur verið í þessum málum síðan 2011 þegar Samfylkingin í borginni samdi við Samfylkinguna í ríkisstjórn um að seinka öllum samgönguframkvæmdum um tíu ár,“ segir Kjartan Magnússon borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins um uppfærðan samgöngusáttmála.

Samgöngusáttmálinn var ræddur á fundi borgarstjórnar í gær og greiddu þar fjórir borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, þar á meðal Kjartan, atkvæði gegn sáttmálanum. Friðjón R. Friðjónsson borgarfulltrúi flokksins sat hjá en varaborgarfulltrúi flokksins, Sandra Hlíf Ocares, greiddi atkvæði með.

Þó segir Kjartan að ekki sé klofningur innan flokksins. Í ræðum Friðjóns og Söndru Hlífar hafi verið að finna gagnrýni á samgöngusáttmálann. Segir hann Söndru hins vegar hafa kosið að líta á það góða í

...