Sjóðstjóri hjá Kviku eignastýringu segir áhugavert að skoða lánshæfismöt ríkja og bera saman þau vaxtakjör sem fjárfestum bjóðast í hverju landi fyrir sig. Á myndinni er Seðlabanki Evrópu í Frankfurt.
Sjóðstjóri hjá Kviku eignastýringu segir áhugavert að skoða lánshæfismöt ríkja og bera saman þau vaxtakjör sem fjárfestum bjóðast í hverju landi fyrir sig. Á myndinni er Seðlabanki Evrópu í Frankfurt. — Morgunblaðið/Ómar

Vaxtamunurinn við útlönd er nokkuð hár á skuldabréfamarkaði og hefur farið vaxandi undanfarnar vikur og mánuði.

Sé horft t.a.m. á 5 og 10 ára vaxtamun við Bandaríkin þá hefur hann aukist um 80-90 punkta frá því í júní enda hafa vaxtavæntingar í Bandaríkjunum þróast í átt að lækkandi vöxtum. Bandaríski seðlabankinn mun birta vaxtaákvörðun sína í dag og verðleggja markaðir núna inn 25-50 punkta vaxtalækkun.

Andri Már Rúnarsson, sjóðstjóri hjá Kviku eignastýringu, segir að hann telji vaxtamun Íslands við útlönd ekki áhyggjuefni og að það sé ekkert sem bendi til þess að vaxtamunarviðskipti muni skapa vanda á næstu misserum.

Ef þau aukast eitthvað umfram þolmörk og Seðlabankinn metur aukna þjóðhagslega áhættu af skammtímainnflæði fjármagns mun hann geta brugðist við með innflæðishöftum.

...