Sigurður Helgi Guðjónsson hæstaréttarlögmaður fæddist í Reykjavík 24. mars 1953. Hann lést á Landspítalanum Hringbraut 5. september 2024.

Foreldrar hans voru þau Laura Risten Friðjónsdóttir Döving húsmóðir og Guðjón Breiðfjörð Jónsson bifvélavirki. Fósturforeldrar Sigurðar voru móðurforeldrar hans, þau Berit Gunhild Risten, Sami frá N-Noregi, og Friðjón Sigurðsson.

Eiginkona Sigurðar Helga var Herdís Pétursdóttir, f. 2. nóvember 1950, d. 18. ágúst 2012. Gift 26. ágúst 1972. Eftirlifandi unnusta Sigurðar Helga er Marilyn Herdís Mellk.

Börn Sigurðar eru fjögur: 1) Helga Pálína, f. 1972, unnusti Sigurþór Dan, f. 1972. 2) Friðjón, f. 1978, unnusta Heiðrún Hlöðversdóttir, f. 1984, börn þeirra eru Dagur Jóhann, f. 2011, og Benjamín Kári, f. 2016. 3) Bjarni Magnús, f. 1981, unnusta Karlotta

...