Stjórnvöld gera engar kröfur til leiðsögumanna á Íslandi.
Guðjón Jensson
Guðjón Jensson

Guðjón Jensson

Mjög alvarlegt slys varð nú síðsumars þá hópur ferðafólks var á ferð í íshelli í sunnanverðum Vatnajökli.

Gróðamenn hafa gert sér að féþúfu að fara með ferðafólk inn í töfra undirheima jökuls. Átti sér a.m.k. einn ekki endurkomu í lifanda lífi auk annars sem er illa slasaður. Það er mjög alvarlegt að setja ferðafólk í augljósa hættu og hafa fé fyrir.

Þegar ég var við nám í Leiðsöguskóla Íslands veturinn 1991-1992 lagði skólastjórinn, Birna G. Bjarnleifsdóttir, mikla áherslu á að öryggi ferðafólks ætti ætíð að vera í fyrirrúmi. Leiðsögn, hversu góð sem hún kann að vera, er einskis virði sé öryggi ekki ætíð haft í hávegum. Leiðsögufólk útskrifað úr Leiðsöguskóla Íslands hlaut gott veganesti og hefur ætíð verið farsælt í sínum störfum að ég best

...