Baksvið

Andrés Magnússon

andres@mbl.is

Mál palestínska drengsins Yazans Tamimis hefur verið mjög í deiglu eftir að fyrirhugaðri brottför hans og fjölskyldu hans var óvænt frestað, svo ræða mætti málið á ríkisstjórnarfundi í gær. Framhaldið er enn óljóst, ekkert ætti að vera því til fyrirstöðu að fjölskyldan fari úr landi eftir að ríkisstjórnin ræddi málið, en skilningur ráðherranna virðist misjafn.

Einkum hefur mál drengsins verið til umfjöllunar vegna þess að hann þjáist af duchenne, sjaldgæfum og ólæknandi vöðvarýrnunarsjúkdómi, og mörgum þykir því af mannúðarástæðum rangt að neita honum um hæli hér.

Af ítarlegum úrskurði kærunefndar útlendingamála frá því í vor, sem staðfesti synjun Útlendingastofnunar, er þó vandséð að stjórnvaldið hefði getað komist að annarri niðurstöðu.

...