Stuttlistinn Á myndinni má sjá bækur höfundanna sem tilnefndir eru í ár.
Stuttlistinn Á myndinni má sjá bækur höfundanna sem tilnefndir eru í ár. — Ljósmynd/Booker Prize

Aldrei fyrr í 55 ára sögu forvals til Booker-verðlaunanna hafa konur verið jafn margar og nú.

Á stuttlistanum í ár má sjá nöfn sex rithöfunda, þar á meðal fimm kvenna frá fimm löndum, auk þess sem Hollendingar eiga í fyrsta sinn fulltrúa á listanum. Fær hver höfundur um 470.000 krónur í sinn hlut en vinningshafinn sjálfur, sem tilkynntur verður 12. nóvember, fær verðlaunafé að upphæð 9,4 milljónir króna.
Á stuttlistanum má sjá fyrrverandi Women’s Prize-verðlaunahafann Anne Michaels frá Kanada, bandarísku rithöfundana Percival Everett og Rachel Kushner, sem bæði hafa áður verið tilnefnd til Booker-verðlaunanna, og breska rithöfundinn Samönthu Harvey.