Það er alltaf gaman þegar góðar kveðjur berast Vísnahorninu. Sigrún Haraldsdóttir orti um hestinn sinn Tinna: Frækinn töltir fákur, fýkur möl og rýkur, svörtu tagli svangsar, sveigir fót og teygir, vindur faxi vendir, vandar sporið gandur, skarpt úr hófum skyrpir, skapar gleði knapa

Pétur Blöndal

p.blondal@gmail.com

Það er alltaf gaman þegar góðar kveðjur berast Vísnahorninu. Sigrún Haraldsdóttir orti um hestinn sinn Tinna:

Frækinn töltir fákur,

fýkur möl og rýkur,

svörtu tagli svangsar,

sveigir fót og teygir,

vindur faxi vendir,

vandar sporið gandur,

skarpt úr hófum skyrpir,

skapar gleði knapa.

Þá víkur sögunni að vélknúnum fararskjótum. Rósberg G. Snædal bjó á Brekkunni á Akureyri og keyrði yfirleitt um á Skódum, sem voru í misjöfnu ástandi. Frægt var þegar hann fór í heimsókn til Heiðreks Guðmundssonar vinar síns og Heiðrekur tók á móti honum með

...