Óskarsverðlaunahafinn Brie Larson mun þreyta frumraun sína á West End í janúar þegar gríski harmleikurinn Elektra eftir Sófókles verður sýndur í Duke of York-leikhúsinu í London
Brie Larson
Brie Larson

Óskarsverðlaunahafinn Brie Larson mun þreyta frumraun sína á West End í janúar þegar gríski harmleikurinn Elektra eftir Sófókles verður sýndur í Duke of York-leikhúsinu í London. Þessu greinir The Guardian frá. Aldur verksins hefur verið umdeildur en áætlað er að það hafi verið skrifað um 420 fyrir Krist. Segir þar frá Elektru sem heltekin er af sorg og hefndarþorsta eftir að faðir hennar er myrtur. Leikgerð annast Anne Carson og um leikstjórn sér Daniel Fish.