Ursula von der Leyen
Ursula von der Leyen

Ursula von der Leyen, nýlega endurkjörinn forseti framkvæmdastjórnar ESB, kynnti í gær nýja framkvæmdastjórn sambandsins til næstu fimm ára. Sambandið á í miklum vanda af ýmsum ástæðum, svo sem efnahagslegum og tæknilegum, en á þessum sviðum hafa ríki þess dregist tiltölulega aftur úr.

Í umfjöllun sinni í gær um nýju framkvæmdastjórnina sagði FT að búist væri við að ESB mundi færa áherslur sínar frá því að draga úr útblæstri kolefna, eins og verið hefði sl. fimm ár með nýjum og flóknum kröfum um skrifræði á hendur fyrirtækjum. Þess í stað mundi nýja framkvæmdastjórnin líklega leggja megináherslu á hagvöxt og aukin útgjöld til varnarmála.

Mögulega hefur ESB áttað sig á, líkt og æ fleiri gera, ekki síst kjósendur í Evrópu og Bandaríkjunum, að of langt hefur verið gengið í loftslagsáróðrinum.

...