Að minnsta kosti níu manns féllu og á þriðja þúsund særðust í Líbanon og Sýrlandi þegar símboðar, sem meðlimir hryðjuverkasamtakanna Hisbollah báru á sér, sprungu nær samtímis um eftirmiðdaginn í gær
Beirút Sjúkraliði sér hér um blóðgjafir í Beirút eftir sprengingarnar.
Beirút Sjúkraliði sér hér um blóðgjafir í Beirút eftir sprengingarnar. — AFP

Stefán Gunnar Sveinsson

sgs@mbl.is

Að minnsta kosti níu manns féllu og á þriðja þúsund særðust í Líbanon og Sýrlandi þegar símboðar, sem meðlimir hryðjuverkasamtakanna Hisbollah báru á sér, sprungu nær samtímis um eftirmiðdaginn í gær.

Samtökin sendu frá sér yfirlýsingu í gær þar sem þau hétu hefndum gegn Ísraelsríki vegna sprenginganna, en Ísraelsmenn tjáðu sig ekki um atvikið í gær. Hétu samtökin því að Ísrael myndi fá „réttláta refsingu fyrir þessa syndugu árás“.

Að sögn stjórnvalda í Líbanon var tíu ára gömul stúlka á meðal þeirra níu sem létust í gær af völdum sprenginganna, en þar að auki særðust um 2.800 manns í landinu, þar af um 200 alvarlega. Þá sögðu samtökin Syrian Observatory for Human Rights, sem fylgst hafa með mannfalli vegna borgarastríðsins

...