Ráðherra Guðmundur Ingi ræðir við fjölmiðla að fundi loknum.
Ráðherra Guðmundur Ingi ræðir við fjölmiðla að fundi loknum. — Morgunblaðið/Karítas

„Það var ekki niðurstaða beint á þess­um fundi, við bara rædd­um málið mjög op­in­skátt og átt­um góðar og hrein­skiptn­ar umræður,“ sagði Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra um fyrirhugaða brottvísun palestínska drengsins Yazans Tamimis og fjölskyldu hans að loknum ríkisstjórnarfundi í gær.

Yfirvöld gerðu á mánudaginn tilraun til þess að flytja fjölskylduna úr landi en þeirri aðgerð var frestað á síðustu stundu eftir að Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra fór fram á við Bjarna Benediktsson forsætisráðherra að málið yrði fyrst rætt á fundi ríkisstjórnar.

Bjarni hafði þá samband við Guðrúnu sem tók ákvörðun um að fresta brottvísuninni. Að loknum ríkisstjórnarfundi sagði hún þó að sú ákvörðun hefði verið sér þvert um geð.

Nokkrar vangaveltur hafa verið í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum um að Guðmundur Ingi, sem einnig er formaður VG, hefði hótað stjórnarslitum ef ekki yrði af frestuninni en bæði Guðmundur og Bjarni

...