Írsk-bandaríska leikkonan Saoirse Ronan er á góðri leið að verða einhver besti kvikmyndaleikari samtímans þótt hún sé aðeins þrítug að aldri. Ronan vakti fyrst athygli í kvikmyndinni Atonement þegar hún var 12 ára gömul og var raunar tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn í þeirri mynd
Fjölhæf Saoirse Ronan á Emmy-verðlaunahátíð.
Fjölhæf Saoirse Ronan á Emmy-verðlaunahátíð. — AFP/Amy Sussman

Guðmundur Sv. Hermannsson

Írsk-bandaríska leikkonan Saoirse Ronan er á góðri leið að verða einhver besti kvikmyndaleikari samtímans þótt hún sé aðeins þrítug að aldri.

Ronan vakti fyrst athygli í kvikmyndinni Atonement þegar hún var 12 ára gömul og var raunar tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn í þeirri mynd. Síðan hefur hún vaxið með hverri mynd en margar kvikmynda hennar er hægt að sjá á netstreymisveitum á borð við Netflix, Prime og Disney.

Og hlutverkin eru af ýmsu tagi. Þannig lék hún m.a. 15 ára gamlan harðsvíraðan morðingja í myndinni Hanna, menntaskólanema í sjálfstæðisbaráttu í myndinni Lady Bird, sem hún var einnig tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir, og jarðfræðing sem var uppi á 19. öld í myndinni Ammonite. Hún sýndi einnig í farsanum See How They Run að hún er lunkin gamanleikkona en þar leikur hún lögreglukonu sem þarf

...