Segir guðfræðingurinn og prófessorinn John Behr að lesi menn ekki guðspjöllin sem allegóríu lesi þeir þau ekki sem fagnaðarerindi.
Kristinn Jens Sigurþórsson
Kristinn Jens Sigurþórsson

Kristinn Jens Sigurþórsson

Tvær bækur komu út á liðnu ári þar sem fjallað var um trú og tilgang á guðfræðilegum forsendum. Eru höfundar bókanna vígðir prestar og doktorar. Bók dr. Sigurðar Árna Þórðarsonar, sem er safn einsleitra prédikana í rauðu flauelsbandi, heitir „Ástin“ og ber undirtitilinn „Trú og tilgangur lífsins“. Bók dr. Bjarna Karlssonar, „Bati frá tilgangsleysi“, lætur minna yfir sér en þar er á ferð illskiljanleg 200 bls. kilja í látlausri hvítri kápu. Bækurnar tvær eru ólíkar að innihaldi og nálgun. Þær eiga þó sameiginlegt að í hvorugri tekst að telja lesandanum trú um að lífið hafi tilgang og í báðum er fjallað um Sakkeus.

Siðlaus Sakkeus?

Söguna um Sakkeus er að finna í 19. kafla Lúkasarguðspjalls og er hún sögð í barnastarfi kirkjunnar. Er þá oft sungið

...