Tæknimenn Tepco við störf sín.
Tæknimenn Tepco við störf sín.

Eigendur kjarnorkuversins við Fukushima í Japan hafa neyðst til að falla frá tilraun sinni til að meta ástandið inni í verinu vegna bilana í róbóta sem sendur var þangað inn. Átti róbótinn að nálgast kjarnaofnana löskuðu og safna þar sýnum til að mæla geislavirkni inni í verinu.

Stjórnendur Tokyo Electric Power (Tepco) segja róbótann hafa verið sérstaklega hannaðan til að þola mikla geislavirkni. Mengunin virðist þó hafa reynst tækinu ofviða og er hann nú hættur að senda stjórnendum sínum myndefni úr verinu.

„Við vitum ekki alveg hvað veldur en munum komast að því,“ segir talsmaður Tepco.

Kjarnorkuverið laskaðist verulega í miklum hamförum sem riðu yfir Japan 11. mars 2011. Bráðnuðu í kjölfarið þrír kjarnaofnar.