Um aðgreiningu kristni og samfélags er ekki að ræða.
Pétur Pétursson
Pétur Pétursson

Pétur Pétursson

Í ár eru liðin 150 ár frá því að trúfrelsi var innleitt á Íslandi með stjórnarskrá. Íslenskir stjórnmálamenn voru þó ekki áhugasamari um það en svo að þeir tóku ekki eftir því enda á kafi í því með íslenskum prestum að vinna að auknum þjóðréttindum.

Margir þeirra sem fyrst námu land á Íslandi höfðu haft veður af kristinni trú sem var að velkjast um í Evrópu frá því er Rómverjar herjuðu þar og ýmiss konar blöndun og gerjun var þar með kristni og þeim trúarbrögðum sem fyrir voru. Því var í raun litlum vanda undirorpið að lýsa kristni opinber trúarbrögð þjóðveldisins á alþingi árið 1000 þegar nokkrir voldugir höfðingjar höfðu snúist á sveif með hinum nýja sið.

Kristin trú og ríkisvaldið eru svo samofin í Evrópu að sá félagslegi bandvefur kristni og þjóðfélags sem gegnsýrir samfélögin

...