Spænski knattspyrnumaðurinn Rodri, leikmaður Manchester City, segir leikmenn komna að þolmörkum. Líkamlegar kröfur til þeirra aukist með auknu leikjaálagi.

„Ég held að við séum nálægt verkfallsaðgerðum. Það er umtalað meðal fótboltamanna. Haldi þetta svona áfram munum við ekki eiga annarra kosta völ. Við höfum áhyggjur af þessu, það erum við sem þjáumst,“ sagði hann á blaðamannafundi í gær. Breytt fyrirkomulag Meistaradeildar Evrópu mun fjölga leikjum fyrir bestu félög álfunnar.