Lúkas Logi Heimisson, miðjumaður Vals, var besti leikmaður 22. umferðar Bestu deildar karla í knattspyrnu að mati Morgunblaðsins. Lúkas Logi átti mjög góðan leik fyrir Valsmenn þegar liðið vann stórsigur gegn KR, 4:1, og fékk tvö M fyrir frammistöðu …

Lúkas Logi Heimisson, miðjumaður
Vals, var besti leikmaður 22. umferðar Bestu deildar karla í knattspyrnu að mati Morgunblaðsins. Lúkas Logi átti mjög góðan leik fyrir Valsmenn þegar liðið vann stórsigur gegn KR, 4:1, og fékk tvö M fyrir frammistöðu sína í leiknum sem fór fram á Hlíðarenda á mánudaginn. 22. umferðin var leikin sunnudaginn 15. september og mánudaginn 16. september.

Miðjumaðurinn skoraði fyrstu tvö mörk leiksins með frábærum skotum, á 14. mínútu og 22. mínútu, og lagði þannig grunninn að sigri Valsmanna. Fyrra markið skoraði hann með skoti utarlega í teignum og það seinna með frábæru utanfótarskoti, rétt utan teigs.

Lúkas Logi, sem er 21 árs gamall, gekk til liðs við Valsmenn í febrúar árið 2023 frá uppeldisfélagi sínu en hann hefur leikið 20 leiki í deildinni í sumar með Val og

...