Bergljót Líndal fæddist í Reykjavík 18. september 1934. Hún er yngst og ein eftirlifandi fjögurra systkina. Bergljót ólst upp á Bergstaðastræti 76, skammt frá Landspítalanum. Hún kveðst afar ánægð með Bergljótarnafnið sem foreldrar hennar völdu af…
Með sonum og barnabörnum Efri röð: Jónas, Halldóra, Kristján Páll og Kolbrún María. Neðri röð: Helga Theodóra, Einar Geir, Þórhildur Bergljót, Bergljót Líndal, Bergljót Gyða og Guðmundur Þór í ágúst 2012.
Með sonum og barnabörnum Efri röð: Jónas, Halldóra, Kristján Páll og Kolbrún María. Neðri röð: Helga Theodóra, Einar Geir, Þórhildur Bergljót, Bergljót Líndal, Bergljót Gyða og Guðmundur Þór í ágúst 2012.

Bergljót Líndal fæddist í Reykjavík 18. september 1934. Hún er yngst og ein eftirlifandi fjögurra systkina. Bergljót ólst upp á Bergstaðastræti 76, skammt frá Landspítalanum. Hún kveðst afar ánægð með Bergljótarnafnið sem foreldrar hennar völdu af handahófi, en öll nöfn afa hennar og ömmu voru gefin systkinum hennar. „Ef ég mætti velja mér nafn sjálf yrði Bergljót fyrir valinu,“ segir hún.

Frá æskuárunum finnst henni hernám Breta árið 1941 hvað eftirminnilegast og það umrót sem því fylgdi. „Hermennirnir voru einkar elskulegir við mig, gáfu mér Hershey’s-súkkulaði og ekkert nema gott um þá að segja. Ég fór aldrei í sveit nema hluta úr einu sumri að ég dvaldi á prestssetrinu Laufási í Eyjafirði. Var mest heima við í Reykjavík og vann við blaðburð og fleira.“

Bergljót gekk fyrst í Austurbæjarskólann, fluttist síðan

...