Flugvöllur Umfangsmikil rannsókn lögreglu stendur nú yfir.
Flugvöllur Umfangsmikil rannsókn lögreglu stendur nú yfir. — Morgunblaðið/Eggert

Umfangsmikil mansalsrannsókn er í gangi hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Tveir menn voru úrskurðaðir í vikulangt gæsluvarðhald eftir að í ljós kom að tvær stúlkur undir 18 ára aldri voru ranglega skráðar sem dætur annars þeirra. Var það ljóst eftir niðurstöðu úr DNA-prófi.

Í gæsluvarðhaldsúrskurði yfir öðrum manninum kemur fram að grunur leiki á því að maðurinn hafi ætlað sér að hagnýta stúlkurnar í mansal. Fram kemur í úrskurði Héraðsdóms Reykjaness sem staðfestur var í Landsrétti á þriðjudag að rannsókn lögreglu snúi að mansali, skjalafalsi, röngum framburði og skipulagningu á smygli á fólki til landsins.

Í gæsluvarðhaldsúrskurði héraðsdóms kemur fram að stúlkurnar hafi komið til landsins í júlí í fyrra. Þær sögðust vera komnar til Íslands til að hitta föður sinn sem ætti heima á

...