Klækir og kúgun í ríkisstjórn

Það hefur gustað um ríkisstjórnarsamstarfið á þessu kjörtímabili, þar sem brestirnir og óþolið milli stjórnarflokkanna verða æ augljósari.

Nýjasta dæmið um það kom óvænt í ljós á dögunum vegna fyrirhugaðrar brottvísunar palestínskrar fjölskyldu, sem synjað var um hæli hér á landi, en hún hefur notið samúðar margra þar sem langveikt barn á í hlut.

Fjölskyldan kom til Íslands um Spán í fyrravor og sótti um hæli vegna veikinda barnsins og fjölskylduerja, sem henni væri illa vært í Palestínu vegna. Það er ekki grundvöllur fyrir alþjóðlegri vernd, en hælisleitendakerfið er ætlað til þess að veita fólki skjól frá stríðsátökum, ofsóknum stjórnvalda og ámóta.

Mestu um synjunina réð þó hitt, að þar sem Spánn hefði verið fyrsti viðkomustaður fjölskyldunnar á Schengen-svæðinu, þá kæmi það í

...