Knattspyrnumaðurinn Guðlaugur Victor Pálsson er fluttur aftur til Englands eftir þrettán ára fjarveru, en hann skrifaði undir tveggja ára samning við B-deildarfélagið Plymouth Argyle í sumar. Guðlaugur Victor, sem er 33 ára gamall, kom til félagsins …
Laugardalsvöllur Guðlaugur Victor Pálsson er lykilmaður í íslenska landsliðinu en alls á hann að baki 45 A-landsleiki og tvö mörk frá árinu 2014.
Laugardalsvöllur Guðlaugur Victor Pálsson er lykilmaður í íslenska landsliðinu en alls á hann að baki 45 A-landsleiki og tvö mörk frá árinu 2014. — Morgunblaðið/Eggert

England

Bjarni Helgason

bjarnih@mbl.is

Knattspyrnumaðurinn Guðlaugur Victor Pálsson er fluttur aftur til Englands eftir þrettán ára fjarveru, en hann skrifaði undir tveggja ára samning við B-deildarfélagið Plymouth Argyle í sumar.

Guðlaugur Victor, sem er 33 ára gamall, kom til félagsins eftir eitt ár í herbúðum Eupen í Belgíu, en félagið féll úr efstu deild síðasta vor.

Varnarmaðurinn hefur komið víða við á ferlinum, en hann hóf atvinnumannaferilinn ungur að árum þegar hann gekk til liðs við AGF í Danmörku árið 2007, þá nýorðinn 16 ára gamall.

Á ferlinum hefur hann einnig leikið með vara- og unglingaliði Liverpool á Englandi, Dagenham á Englandi, Hibernian í Skotlandi, New York

...