50 ára Sigþóra er Vestmannaeyingur og hefur alltaf átt heima í Eyjum. Hún lauk grunnnámi í rafvirkjun og er með diplóma í tómstunda- og félagsmálafræðum frá KHÍ og þjálfaragráðu hjá KSÍ. Hún er knattspyrnuþjálfari hjá yngri flokkum kvenna hjá ÍBV. Sigþóra er formaður Sinawik, sem er kvennadeild Kiwanis í Eyjum. Áhugamálin eru fótbolti, prjónaskapur og ferðalög.


Fjölskylda Eiginmaður Sigþóru er Geir Reynisson, f. 1969, vélgæslumaður hjá Vinnslustöðinni. Börn þeirra eru Guðmundur Tómas, f. 1995, Guðný, f. 1997, Sigurjón, f. 2007, og Reynir Már, f. 2011. Barnabörnin eru orðin fjögur. Foreldrar Sigþóru eru hjónin Guðmundur Þorlákur Bjarni Ólafsson, f. 1947, fv. íþrótta- og æskulýðsfulltrúi Vestmannaeyja, og Þuríður Kristín Kristleifsdóttir, f. 1949, fv. ritari á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja, búsett í Eyjum.