Tónlistarkonan Una Torfa fagnar útgáfu fyrstu breiðskífu sinnar, sem nefnist Sundurlaus samtöl, með tónleikum í Gamla bíói fimmtudaginn 26. september kl. 19. „Tónleikagestir geta búist við því að stíga inn í hugarheim Unu, þar sem þema og…

Tónlistarkonan Una Torfa fagnar útgáfu fyrstu breiðskífu sinnar, sem nefnist Sundurlaus samtöl, með tónleikum í Gamla bíói fimmtudaginn 26. september kl. 19. „Tónleikagestir geta búist við því að stíga inn í hugarheim Unu, þar sem þema og viðfangsefni plötunnar mun ekki einungis vera í tónlistinni, heldur einnig í sviðsmyndinni, tónleikasalnum og anddyri hússins,“ segir í viðburðarkynningu. Þar er haft eftir Unu að platan sé full af lögum sem hún hafi átt lengi og spilað oft. Miðar fást á tix.is.