Þær ákvarðanir sem hér eru teknar eða þær reglur sem hafa verið settar eru ekki byggðar á hatri. Þær eru einmitt byggðar á grunngildum okkar.
Guðrún Hafsteinsdóttir
Guðrún Hafsteinsdóttir

Guðrún Hafsteinsdóttir

Það eru margar áskoranir í íslensku samfélagi þessa dagana og það er margt sem brennur á íslensku þjóðinni. Válegir atburðir síðustu daga og vikna beina sjónum okkar að börnum okkar og fjölskyldu og minna okkur á mikilvægi þess að hlúa vel að fjölskyldunni í okkar samfélagi. Treysta þann grundvöll sem okkar lýðræðislega samfélag er reist á, menningu okkar og gildi.

Einhverjum kann að finnast vera áhlaup á þau gildi og á okkar samfélag. Við þurfum að vera vakandi fyrir því og þora og vilja taka samtalið af yfirvegun og byggt á staðreyndum.

Í einhverjum tilvikum er sjónum beint að innflytjendum og þá sér í lagi umsækjendum um alþjóðlega vernd. Sú umræða getur orðið tilfinningarík og klofið samfélagið í herðar niður. Þar sem fólk fylkir sér um einn tiltekinn einstakling eða

...