Kristrún Sigurðardóttir fæddist 24. september 1964 á fæðingarheimilinu á Eiríksgötu í Reykjavík. Hún bjó fyrstu æviárin í Hafnarfirði og Kópavogi. Kristrún gekk í 5 og 6 ára bekk í Ísaksskóla. „Ég tók alltaf strætó frá Kópavogi ein og þurfti…
Frá sextugsafmælinu Hlynur Már, Sunna Rún, Kristrún, Debóra Dögg og Heimir Jón í afmæli Kristrúnar sem var haldið á laugardaginn.
Frá sextugsafmælinu Hlynur Már, Sunna Rún, Kristrún, Debóra Dögg og Heimir Jón í afmæli Kristrúnar sem var haldið á laugardaginn.

Kristrún Sigurðardóttir fæddist 24. september 1964 á fæðingarheimilinu á Eiríksgötu í Reykjavík. Hún bjó fyrstu æviárin í Hafnarfirði og Kópavogi.

Kristrún gekk í 5 og 6 ára bekk í Ísaksskóla. „Ég tók alltaf strætó frá Kópavogi ein og þurfti að ganga frá Öskjuhlíð að skólanum, nema stundum á laugardögum þá sóttu amma og afi mig. Mamma og fósturpabbi minn fluttu svo í Breiðholtið og þar er ég alin upp ásamt góðum hóp systkina. Byrjaði í 7 ára bekk í Fellaskóla og lauk grunnskólagöngu í Hólabrekkuskóla, svo ég er alveg beint úr Breiðholtinu, alvöru „villingur“. Þar var mjög gaman að alast upp á þessum tíma, nýlegt hverfi með helling af ungu fólki sem fljótt varð góðir vinir. Við fundum okkur alltaf eitthvað að gera, það var mikil uppbygging í bæði íþróttum og félagslífi á þessum tíma. Ég var mjög virk í félagsstarfi Fellahellis en það hét félagsheimilið í hverfinu. Við vorum alltaf

...