Með fríverzlunarsamningnum við Bretland voru viðskiptahagsmunir Íslands tryggðir með óbreyttum hætti miðað við EES-samninginn.
Hjörtur J. Guðmundsson
Hjörtur J. Guðmundsson

Hjörtur J. Guðmundsson

„Ég á enn eftir að hitta þann aðila í viðskiptalífinu sem vildi frekar 29 tvíhliða viðskiptasamninga í stað eins,“ sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra á málþingi í tilefni af 30 ára afmæli EES-samningsins fyrr á árinu þar sem hún beindi spjótum sínum að þeim sem bent hafa á mikla og vaxandi ókosti aðildar Íslands að samningnum. Hins vegar er vandséð hvað ráðherrann átti við, enda virtist hún hafa verið að halda því fram að heyrði EES-samningurinn sögunni til þýddi það meðal annars endalok Evrópusambandsins.

Með orðum sínum var ráðherrann að vísa til þeirra 29 ríkja fyrir utan Ísland sem aðild eiga að EES-samningnum; 27 ríkja Evrópusambandsins auk Noregs og Liechtenstein sem eru eins og Ísland í EFTA. Kæmi til þess að Ísland skipti EES-samningnum út fyrir víðtækan fríverzlunarsamning, eins

...