Gera má ráð fyrir að fallþungi dilka í haust hjá sláturhúsi Kjarnafæðis-Norðlenska á Húsavík verði 0,5-0,6 kg minni en á sl. ári. Helsta ástæða þessa er að kalt var í veðri á vormánuðum og því fylgdi hret í júníbyrjun, sem olli búsifjum sem höfðu áhrif fram á sumarið
Sláturtíð Skrokkar í húsi Kjarnafæðis-Norðlenska á Hvammstanga.
Sláturtíð Skrokkar í húsi Kjarnafæðis-Norðlenska á Hvammstanga. — Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson

Sigurður Bogi Sævarsson

sbs@mbl.is

Gera má ráð fyrir að fallþungi dilka í haust hjá sláturhúsi Kjarnafæðis-Norðlenska á Húsavík verði 0,5-0,6 kg minni en á sl. ári. Helsta ástæða þessa er að kalt var í veðri á vormánuðum og því fylgdi hret í júníbyrjun, sem olli búsifjum sem höfðu áhrif fram á sumarið. Þetta segir Sigmundur Hreiðarsson framleiðslustjóri fyrirtækisins. Á Húsavík er komið með fé frá Svarfaðardal í vestri og Öræfum í suðri og búið er að bóka um 88 þúsund fjár til slátrunar í haust.

...