Fjögur rit má finna á útgáfulista Sögufélagsins þetta haustið. Það fyrsta nefnist Lýðræði í mótun og er eftir Hrafnkel Lárusson en Magnús Lyngdal Magnússon ritstýrir. Í verkinu er leitast við að skýra hvernig vöxtur félagastarfs og almenn þátttaka í …
Skafti Ingimarsson
Skafti Ingimarsson

Fjögur rit má finna á útgáfulista Sögufélagsins þetta haustið.

Það fyrsta nefnist Lýðræði í mótun og er eftir Hrafnkel Lárusson en Magnús Lyngdal Magnússon ritstýrir. Í verkinu er leitast við að skýra hvernig vöxtur félagastarfs og almenn þátttaka í því hafði áhrif á lýðræðisþróun á Íslandi á árabilinu 1874-1915. Áhersla er lögð á virkni og þátttöku almennings í starfi félaga og félagshreyfinga sem studdu með beinum eða óbeinum hætti við eflingu og þróun lýðræðis.

Næst ber að nefna verkið Nú blakta rauðir fánar – Saga kommúnista- og sósíalistahreyfingarinnar á Íslandi 1918-1968 eftir Skafta Ingimarsson. Ritstjóri er Rósa Magnúsdóttir. Það fjallar um upphaf og þróun kommúnistahreyfingarinnar á Íslandi á tímabilinu 1918-1968. Saga hreyfingarinnar er skoðuð í ljósi

...