Það má velta fyrir sér hvaða öfl ráða gangi sögunnar. Eru það einstaklingar, eða er eitthvað annað að verki og mannskepnan bara eins og korktappi í Níagarafossum í því gangverki (stolin líking, en ágæt samt)? Í Sjónvarpi Símans er að finna kostulega …
Pípari Justin Theroux í hlutverki Liddys.
Pípari Justin Theroux í hlutverki Liddys.

Karl Blöndal

Það má velta fyrir sér hvaða öfl ráða gangi sögunnar. Eru það einstaklingar, eða er eitthvað annað að verki og mannskepnan bara eins og korktappi í Níagarafossum í því gangverki (stolin líking, en ágæt samt)?

Í Sjónvarpi Símans er að finna kostulega þætti um pípara Hvíta hússins (White House Plumbers). Þar fara fremstir E. Howard Hunt og G. Gordon Liddy, tveir furðufuglar, sem stjórnuðu innbrotinu í skrifstofur demókrata í Watergate-byggingunni í Washington.

Báðir eru félagarnir furðulegir. Hunt spilar sig stöðugt sem ofurnjósnara og hefur sérstakt dálæti á einstaklega ósannfærandi dulargervum. En Liddy á þó vinninginn með digurbarkalegum fullyrðingum, veifar byssum við ólíklegustu tækifæri og hlustar innblásinn heima hjá sér á ræður Hitlers á hljómplötum – og spilar þær meira að segja fyrir matargesti. Báðir eru þeir klunnar og glannar og fyrirfram er ljóst að

...