Samtök atvinnulífsins héldu ársfund á dögunum, áherslan var orka.
Samtök atvinnulífsins héldu ársfund á dögunum, áherslan var orka.

Tilkynnt var á dögunum að BlackRock-fjárfestingafélagið og tæknirisinn Microsoft, ásamt Nvidia, leiðandi félagi í gervigreind, hefðu gert samkomulag um að safna 30 milljörðum bandaríkjadollara til að reisa gagnaver fyrir gervigreind. Þetta er einungis byrjunin því stefnt er að 100 milljarða dollara fjárfestingu.

Það sem vekur athygli er markmiðasetning fyrirtækjanna og kröfurnar um orku í slíkri fjárfestingu. Á sama tíma og Íslendingar eru í vandræðum með orku, þar sem orkuskortur er þegar fyrir hendi og sumir vilja helst skera niður í virkjunarframkvæmdum þvert á þjóðarvilja, er verið að blása til sóknar í öðrum löndum. Skýrt samhengi er milli orkuframleiðslu og lífsgæða.

Á ársfundi Samtaka atvinnulífsins á dögunum kom fram að vindorkuver í Kína framleiddu meira en 100 TWs í mars mánuði á þessu ári. Til samanburðar er heildarraforkuframleiðsla á Íslandi um 20 TWs á ári og

...