„Fjarvera fyrrverandi borgarstjóra hefur vissulega verið áþreifanleg þetta kjörtímabilið og á meðan verkefnin hrannast upp er hann á ferðalagi. Fólk hefur velt því fyrir sér hvort hann sé að leita að starfi á erlendri grundu og það er hverjum…
Dagsferðir Fyrrverandi borgarstjóri og nú formaður borgarráðs ferðast meira til útlanda en formaður utanríkismálanefndar Alþingis.
Dagsferðir Fyrrverandi borgarstjóri og nú formaður borgarráðs ferðast meira til útlanda en formaður utanríkismálanefndar Alþingis. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

Óskar Bergsson

oskar@mbl.is

„Fjarvera fyrrverandi borgarstjóra hefur vissulega verið áþreifanleg þetta kjörtímabilið og á meðan verkefnin hrannast upp er hann á ferðalagi. Fólk hefur velt því fyrir sér hvort hann sé að leita að starfi á erlendri grundu og það er hverjum manni ljóst að það er ekki hlutverk útsvarsgreiðenda að greiða fyrir það atvinnuviðtal,“ segir Hildur Björnsdóttir oddviti sjálfstæðismanna vegna fréttar í Morgunblaðinu í gær um tíðar ferðir Dags B. Eggertssonar til útlanda.

...