„Það er fátt yndislegra en að taka nýbakað brauð úr ofninum á morgnana. Það eru forréttindi,“ segir Sigurður Már Guðjónsson, bakara- og kökugerðarmeistari og eigandi Bernhöftsbakarís við Klapparstíg
Tímamót Afi Sigurðar Más Guðjónssonar keypti bakaríið af Bernhöftsættinni árið 1942. Það var sett á stofn 1834.
Tímamót Afi Sigurðar Más Guðjónssonar keypti bakaríið af Bernhöftsættinni árið 1942. Það var sett á stofn 1834. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

Höskuldur Daði Magnússon

hdm@mbl.is

„Það er fátt yndislegra en að taka nýbakað brauð úr ofninum á morgnana. Það eru forréttindi,“ segir Sigurður Már Guðjónsson, bakara- og kökugerðarmeistari og eigandi Bernhöftsbakarís við Klapparstíg.

Bernhöftsbakarí fagnar 190 ára afmæli í dag og er elsta starfandi fyrirtæki landsins. Mikið vatn hefur runnið til sjávar og samfélagið stökkbreyst frá því fyrirtækið var sett á stofn árið 1834 en Sigurður segir að fólk vilji enn fá hágæðavörur úr bakaríi.

„Þjóðverjar segja að þróun borgarmenningar í Evrópu hafi orðið í kringum bakarí. Þau spila stærri rullu í menningu okkar en við gerum okkur grein fyrir,“ segir hann.

Sigurður rekur

...