Langvarandi úrhelli hefur skapað mikla flóðahættu víðs vegar um Víetnam. Hafa vegna þessa m.a. stórar aurskriður fallið yfir og í námunda við suma bæi með tilheyrandi mann- og eignatjóni. Meira en tíu þúsund manns hafa þurft að flýja heimili sín í…
— AFP/Nhac Nguyen

Langvarandi úrhelli hefur skapað mikla flóðahættu víðs vegar um Víetnam. Hafa vegna þessa m.a. stórar aurskriður fallið yfir og í námunda við suma bæi með tilheyrandi mann- og eignatjóni. Meira en tíu þúsund manns hafa þurft að flýja heimili sín í miðhluta landsins og er vitað til þess að þrír hafi drukknað.

Ástandið í norðurhluta Víet­nam er sagt mjög alvarlegt. Þar gekk nýverið yfir fellibylur og eru fleiri en 300 sagðir látnir vegna hans. Tjón á mannvirkjum er sagt gríðarlegt, allt frá heimilum fólks yfir í samgöngumannvirki.

Þessi hrísgrjónabóndi sem hér sést til hliðar reyndi af veikum mætti að bjarga uppskeru sinni, en líkt og sjá má þá náði flóðavatn upp fyrir mitti. Ljóst er að hamfarirnar munu setja verulegt strik í reikning bóndans.