Ráðhúsið Mistök í textagerð hjá borginni ollu misskilningi.
Ráðhúsið Mistök í textagerð hjá borginni ollu misskilningi. — Morgunblaðið/Ómar

Í skjali með fundargerð borgarráðs síðastliðinn fimmtudag mátti skilja það svo að sótt hefði verið um tímabundið áfengisleyfi vegna skólaballs hjá Menntaskólanum við Hamrahlíð í Gamla bíói við Ingólfsstræti.

Samkvæmt fundargerðinni virtist sem „tækifærisleyfi og tímabundið áfengisleyfi” hafi verið veitt og þeim sem fylgjast með störfum borgarráðs brá við að sjá að áfengi virtist vera selt á framhaldsskólaballi. Slíkar áhyggjur eru óþarfar. Hið rétta í málinu er að nemendafélag MH sótti ekki um tímabundið áfengisleyfi vegna nýnemaballsins og slíkt leyfi var heldur ekki veitt.

Helga Björk Laxdal skrifstofustjóri borgarstjórnar staðfesti það þegar Morgunblaðið forvitnaðist um málið. Sagði hún mistök hafa átt sér stað í textagerðinni.

Þar hefði ekki átt að standa „tímabundið

...