Kenneth Fredriksen, varaforstjóri kínverska fjarskiptarisans Huawei fyrir Norðurlönd, kom til landsins í síðustu viku til að vera viðstaddur lokakynningar í viðskiptahraðlinum Startup Supernova. Hraðallinn er samstarfsverkefni…
Kínverski fjarskiptarisinn Huewei starfar á mjög breiðu sviði eins og Kenneth Fredriksen útskýrir.
Kínverski fjarskiptarisinn Huewei starfar á mjög breiðu sviði eins og Kenneth Fredriksen útskýrir. — Morgunblaðið/Karítas

Kenneth Fredriksen, varaforstjóri kínverska fjarskiptarisans Huawei fyrir Norðurlönd, kom til landsins í síðustu viku til að vera viðstaddur lokakynningar í viðskiptahraðlinum Startup Supernova. Hraðallinn er samstarfsverkefni fjarskiptafyrirtækisins Nova, nýsköpunarsetursins KLAK-Icelandic Startups og Huawei með stuðningi hugmyndahússins Grósku í Vatnsmýri. Þetta er í þriðja skipti sem Huawei styður við bakið á Startup Supernova.

Fredriksen segir spurður að því hvort Huawei hafi með beinum hætti greitt götu íslenskra sprotafyrirtækja á alþjóðavettvangi að stuðningur þeirra felist meðal annars í ráðgjöf um útrás og hvað þurfi til að taka næsta skref í vexti. „Við erum alþjóðlegt fyrirtæki sem starfar í 170 löndum og getum veitt aðgang að neti samstarfsaðila og viðskiptavina. Við vitum hvað þarf til að byggja upp fyrirtæki alþjóðlega enda höfum við gengið í gegnum þetta sjálf.“

...