Ég hef þá kenningu að japönsk viskígerð hafi auðgað viskíflóruna meira en fólk grunar. Japanskt viskí opnaði nefnilega viskíheiminn upp á gátt, og sýnist mér að þegar hágæðaviskí frá Japan byrjaði að príla upp í efstu sætin í alþjóðlegum…
Yoichi Single Malt dregur nafn sitt af einu af elstu brugghúsum Japans.
Yoichi Single Malt dregur nafn sitt af einu af elstu brugghúsum Japans.

Hið ljúfa líf

Ásgeir Ingvarsson

ai@mbl.is

Ég hef þá kenningu að japönsk viskígerð hafi auðgað viskíflóruna meira en fólk grunar. Japanskt viskí opnaði nefnilega viskíheiminn upp á gátt, og sýnist mér að þegar hágæðaviskí frá Japan byrjaði að príla upp í efstu sætin í alþjóðlegum viskíkeppnum hafi það opnað augu frumkvöðla um allan heim fyrir því að fleiri lönd en Skotland gætu átt erindi á viskímarkaðinn.

Japönsk viskíhefð á sér djúpar rætur en lengi framan af létu þarlendir framleiðendur sér nægja að sinna heimamarkaðinum og alla síðustu öld voru japanskar viskíflöskur vandfundnar í öðrum löndum. Það var svo um og upp úr aldamótunum að hróður japansks viskís barst loksins almennilega til Vesturlanda og japönsku framleiðendurnir fóru að mala gull en alla tíð síðan

...