Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði til margra ára hefur samið við Al-Gharafa í Katar. Lið félagsins tekur þátt í Meistaradeild Asíu. Aron greindi frá í viðtali við fótbolti.net að mögulega yrði hann skráður í leikmannahóp liðsins í…
Katar Aron Einar Gunnarsson er kominn til Katar á nýjan leik.
Katar Aron Einar Gunnarsson er kominn til Katar á nýjan leik. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði til margra ára hefur samið við Al-Gharafa í Katar. Lið félagsins tekur þátt í Meistaradeild Asíu. Aron greindi frá í viðtali við fótbolti.net að mögulega yrði hann skráður í leikmannahóp liðsins í deildarkeppninni að auki en strangar reglur gilda um fjölda útlendinga í leikmannahópum liðanna í katörsku deildinni. Aron lék síðast með uppeldisfélaginu Þór. Hann þekkir vel til í Katar, þar sem hann lék með Al-Arabi í fjögur ár.