Mynt Krúnuskiptamyntin sem verður dreift í Danmörku 1. nóvember.
Mynt Krúnuskiptamyntin sem verður dreift í Danmörku 1. nóvember. — Ljósmynd/Seðlabanki Danmerkur

Danski seðlabankinn kynnti í gær nýja 20 krónu mynt, sem slegin er í tilefni af því að Friðrik X. tók við konungdómi í Danmörku af Margréti II. móður sinni í byrjun þessa árs. Alls verða slegnir milljón slíkir peningar og verða þeir settir í almenna umferð í byrjun nóvember.

Á myntinni eru lágmyndir af mæðginunum en nýr 20 krónu peningur með mynd af Friðriki einum verður sleginn um mitt næsta ár.

Löng hefð er fyrir því að gefa út sérstaka mynt við mikilvæga atburði hjá konungsfjölskyldunni, svo sem afmæli og einnig þegar þjóðhöfðingjaskipti verða í Danmörku. Það gerðist síðast þegar Margrét varð drottning eftir lát Friðriks IX. föður hennar árið 1972.

Á heimasíðu danska seðlabankans segir að hönnun þessa penings sé hefðbundin en lágmyndirnar á honum gerði myndhöggvarinn Eva

...