Grasrót Mikill kurr hefur verið meðal sumra Pírata eftir aðalfund.
Grasrót Mikill kurr hefur verið meðal sumra Pírata eftir aðalfund. — Ljósmynd/Píratar

Atli Þór Fanndal, fyrrverandi framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Transparency International, hefur látið af störfum sem samskiptastjóri þingflokks Pírata. Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata hefur ekki áhyggjur af því að mikil óánægja sé innan grasrótarinnar.

„Ég er einn af löngum lista fólks sem kærir sig ekki um það að vinna fyrir þingflokk Pírata,“ segir Atli Þór í samtali við Morgunblaðið.

Eins og Morgunblaðið hefur greint frá hefur óánægja ríkt meðal sumra pírata eftir aðalfund flokksins í byrjun mánaðar. Á fundinum var kosin ný framkvæmdastjórn og fjórir af fimm aðalmönnum eru nýir í stjórninni. Meðal annars hefur óánægjan snúið að meintri aðkomu starfsmanns þingflokksins að framboðum til stjórnar.

„Ég las hjá ykkur að þingflokksformaður hefði sagt opinberlega að ný stjórn væri

...