Gréta María segir keppinautana reyna að bregða fæti fyrir Prís.
Gréta María segir keppinautana reyna að bregða fæti fyrir Prís. — Morgunblaðið/María

Gréta María Grétarsdóttir framkvæmdastjóri lágvöruverðsverslunarinnar Príss segir samkeppnisaðila verslunarinnar hafa hótað birgjum hennar og framleiðendum, meðal annars til að gera verðsamanburð erfiðari. Þetta kemur fram í Dagmálum en Gréta María er gestur þáttarins í dag.

„Þetta er gríðarlega blóðugur slagur. Ég segi bara við viðskiptavini okkar og almenning í landinu að við verðum öll að standa með samkeppni. Það þýðir ekki bara að tala um að það sé gott að einhver aðili sé kominn og fari svo áfram að versla búðinni sem þú hefur alltaf verslað í, þú verður að koma og standa með samkeppninni og koma að versla í Prís, af því að þannig getur þú haft áhrif,“ segir Gréta.

Viðskiptavinir standi þannig með samkeppninni og sýni að þeir sætti sig ekki við aðferðir stóru lágvöruverðsverslananna í

...