Með dætrunum Frá vinstri: Björk, Unnur og Sigríður ásamt Konráð Inga í brúðkaupi Bjarkar hinn 7. september 2019.
Með dætrunum Frá vinstri: Björk, Unnur og Sigríður ásamt Konráð Inga í brúðkaupi Bjarkar hinn 7. september 2019.

Konráð Ingi Torfason fæddist 25. september 1944 á Stórhóli í Línakradal í Vestur-Húnavatnssýslu.

Hann sótti farskóla að þess tíma sið, part úr vetri í fjögur ár. Hann lauk síðan grunnskólaprófi eftir þriggja mánaða nám frá Héraðsskólanum í Reykjanesi við Ísafjarðardjúp 1961.

Árið 1964 flutti Konráð Ingi til Reykjavíkur og hóf nám í húsasmíði hjá læriföður sínum, Gissuri Sigurðarsyni húsasmíðameistara. „Þegar verið var að smíða nýja íbúðarhúsið á Stórhóli, innrétta efri hæðina og gera stiga á milli hæða bjó á heimilinu afar handlaginn maður sem sá um alla smíðavinnuna innanhúss. Ég man eftir að hafa fylgst mjög vel með öllu því sem hann gerði og ákvað þá um fjögurra ára gamall að læra húsasmíði. Þegar ég hóf svo námið sjálft var ég kominn með töluverða reynslu, hafandi þá tekið þátt í byggingu útihúsanna á Stórhóli. Svo hefur nú verið rætt um

...