Úrræðið hefur hjálpað fólki að greiða lægri vexti, létt á skuldabyrði heimila og aukið eignamyndun.
Njáll Trausti Friðbertsson
Njáll Trausti Friðbertsson

Njáll Trausti Friðbertsson

Ég man vel eftir kosningabaráttunni fyrir alþingiskosningar árið 2013. Ég var þá í 9. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í NA-kjördæmi en tók virkan þátt. Í febrúar þetta sama ár hafði 41. landsfundur Sjálfstæðisflokksins verið haldinn, þar sem m.a. var ályktað um nýja leið til að lækka skuldir heimilanna:

„Sjálfstæðisflokkurinn vill beita nýrri leið með því að veita sérstakan skattaafslátt vegna afborgana af lánum til eigin íbúðarkaupa og nýta skattkerfið til að lækka húsnæðislán heimilanna. Nú er skattaafsláttur veittur til að leggja fyrir í séreignarsparnað. Sjálfstæðisflokkurinn vill að einstaklingar hafi val um að greiða frekar inn á húsnæðislánin sín og njóta þessa sama afsláttar og lækka þannig höfuðstól lánanna og framtíðarvaxtakostnað heimilanna.“

Mikilvægt skref

...