Sandra Erlingsdóttir, einn af fyrirliðum íslenska kvennalandsliðsins í handknattleik, stefnir á að snúa aftur á handboltavöllinn strax í byrjun októbermánaðar, tveimur og hálfum mánuði eftir að hún eignaðist sitt fyrsta barn, Martin Leo, þann 17
Endurkoma Sandra Erlingsdóttir stefnir á að snúa aftur á völlinn í byrjun októbermánaðar en hún eignaðist sitt fyrsta barn í júlí.
Endurkoma Sandra Erlingsdóttir stefnir á að snúa aftur á völlinn í byrjun októbermánaðar en hún eignaðist sitt fyrsta barn í júlí. — Ljósmynd/Jon Forberg

Þýskaland

Bjarni Helgason

bjarnih@mbl.is

Sandra Erlingsdóttir, einn af fyrirliðum íslenska kvennalandsliðsins í handknattleik, stefnir á að snúa aftur á handboltavöllinn strax í byrjun októbermánaðar, tveimur og hálfum mánuði eftir að hún eignaðist sitt fyrsta barn, Martin Leo, þann 17. júlí með sambýlismanni sínum Daníel Þór Ingasyni, leikmanni Balingen í þýsku B-deildinni í handknattleik.

Sandra, sem er 26 ára gömul, er samningsbundin Metzingen í þýsku 1. deildinni en liðið hafnaði í fimmta sæti deildarinnar á síðustu leiktíð, ásamt því að verða bikarmeistari eftir sigur gegn Bietighem, 30:28, í úrslitum bikarkeppninnar í Stuttgart.

Sandra var besti leikmaður Íslands á HM í Noregi, Danmörku og Svíþjóð á síðasta ári þar sem

...