Kristján Ágústsson fæddist 31. janúar 1938 í Auraseli í Fljótshlíð. Hann lést á Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Kirkjuhvoli á Hvolsvelli 11. september 2024.

Foreldrar hans voru Ágúst Kristjánsson frá Auraseli í Fljótshlíð, f. 18. desember 1897, d. 3. ágúst 1983 og Guðbjörg Guðjónsdóttir frá Hamragörðum undir Eyjafjöllum, f. 6. október 1898, d. 18. janúar 1996. Systkini Kristjáns eru: Sigríður, f. 1933, d. 2011, Eyvindur, f. 1937 og Bóel, f. 1939, d. 2018. Þegar Kristján var níu ára fluttist fjölskyldan frá Auraseli að Snotru í Austur-Landeyjum. Sem ungur maður vann Kristján að búskapnum með foreldrum sínu en sótti auk þess átta vertíðir í Vestmannaeyjum. Eftir þetta bar hann alla tíð hlýjan hug til Vestmannaeyinga og eignaðist þar góða vini.

Kristján kvæntist árið 1961 Gerði Stefaníu Elimarsdóttur, f. 19. nóvember 1937 á Ljótarstöðum

...